153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:40]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Ég þakka fyrir andsvarið. Ég hélt að ég hefði útskýrt þetta ágætlega en við erum auðvitað með stóran hóp af fólki sem er að koma hér flýjandi sprengjuregn, frá Úkraínu til að mynda, sannarlega fólk í neyð. Sannarlega viljum við að kerfið okkar virki fyrir það fólk. Það kemur vel fram í frumvarpinu þar sem er farið yfir helstu ástæður þess að verið er að leggja það fram. Við viljum tryggja það að hjálpa þeim sem kerfið á að vernda. Og aftur, svo að ég komi nú að mínu fyrra svari, að það er auðvitað, eðlilega, fólk sem hingað kemur í leit að betri lífsgæðum, m.a. fjárhagslega, til að sækja hingað vinnu o.s.frv. sem á að fara í annan farveg. (ArnG: Hvaða fólk ertu að tala um?) Mér finnst mjög mikilvægt að við getum tekið þá umræðu. En þetta frumvarp snýst fyrst og fremst um verndarkerfið okkar, hvernig við getum hraðað málsmeðferð og það er það sem við ætlum að reyna að gera þegar málið er komið til allsherjar- og menntamálanefndar, sannarlega.