153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:50]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Já, ég hygg að það sé líka skilningur Rauða krossins að þetta stytti málsmeðferðartímann, en það gerir það hins vegar á kostnað réttinda og öryggis viðkomandi sem eru í viðkvæmri stöðu til að hafa fulla yfirsýn yfir málið þegar það fer áfram. Þetta takmarkar í raun og veru möguleika viðkomandi til að taka til varna í málinu eða fara með málið lengra þannig að ég geld a.m.k. sjálfur talsverðan varhug við þessu ákvæði. Síðan langaði mig að spyrja hv. þingmann um þetta með 30 daga regluna. Mér finnst það mjög áhugaverður hluti af öllu saman af því að það eru undanþágur á þessari 30 daga reglu, en mér virðist sem þær undanþágur girði ekkert endilega fyrir það að hópur fólks, sem ekki getur farið sjálfviljugur úr landi, fái þá ekki neina þjónustu. Hefur hv. þingmaður engar áhyggjur af þessu?