153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[22:37]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér þykir þetta nú ansi dapurlegur málflutningur hjá hv. þingmanni sem hér talaði síðast, að ákveða einhverjar tilfinningar eða afstöðu hæstv. ráðherra í þessu máli. Hann á ekki heimangengt, eins og komið hefur fram í þessum umræðum, og er því miður að fara utan á morgun. En eins og ég hef bent á og flaggað, af því að mér heyrist hv. þingmaður og jafnvel fleiri deila þeirri sýn að þetta séu nú ágætisákvæði í þessu frumvarpi, að allsherjar- og menntamálanefnd er í lófa lagið að óska eftir ráðherra á fund til sín til að ræða þessi mál, sérstaklega í ljósi þess að hann getur ekki verið með okkur hér í dag.