153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[22:41]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Bara til áréttingar þá sagði sá sem hér stendur ekki að umræðan væri aum, það var athugasemd frá hv. þingmanni sem ég var að benda á, en hafi það farið fyrir brjóstið á einhverjum þá biðst ég afsökunar á því. Það er algerlega sjálfsagt mál, finnst mér, að þegar um er að ræða frumvarp sem varðar eins og í þessu tilfelli, eins og bent hefur verið á hér, málefnasvið annars ráðherra sem því miður á ekki heimangengt, ég veit ekki hversu oft ég á að reyna að útskýra það, sem þarf að gegna öðrum skuldbindingum erlendis á morgun, þar sem hann er jú ráðherra, þá er þingmönnum það í lófa lagið að kalla eftir afstöðu hans og sýn í ljósi þess hversu mikilvægt það er að fá sjónarhorn hans inn í þessa umræðu, inn á nefndarfund í allsherjar- og menntamálanefnd. Ég hvet hv. þingmenn til að gera það og ég skal leggja mitt af mörkum til þess að koma þeim skilaboðum til hæstv. ráðherra þar sem við erum jú í sama þingflokki.