Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 23. fundur,  26. okt. 2022.

ÍL-sjóður.

357. mál
[16:18]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sem snýr sérstaklega að ríkisábyrgðinni og túlkun hennar sé ágætlega rakið í lögfræðiálitinu sem nú hefur verið gert opinbert og er skrifað af Jóhannesi Karli Sveinssyni. Þar er rakið hvernig skilmálar í skiptiútboðinu voru, hvernig lög nr. 57/2004 voru og reglugerð nr. 522/2004. Saga málsins er rakin, réttarheimildir um fjárreiður ríkisins sömuleiðis og þetta skiptiútboð frá 2004 sem fór fram á ákveðnum forsendum. Síðan eru almenn sjónarmið rakin og smám saman komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi sérstök lög ef menn vilja slíta ÍL-sjóði. Þannig að ég tel nú að allur aðdragandi og umgjörð ríkisábyrgðarinnar sé vel útskýrð í lögfræðiálitinu. Ég vísa til þess.