Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 23. fundur,  26. okt. 2022.

ÍL-sjóður.

357. mál
[16:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég bara heyrði ekki svarið við spurningunni minni. Ég spurði hvort í lögum um ríkisábyrgðir sé einungis kveðið á um að þær dekki 75%. Ég er bara að spyrja þeirrar einföldu spurningar því að ég finn það ekki í gögnum málsins, skýrslunni eða lögfræðiálitinu. Það er ekki fjallað um þann punkt. Einnig er fjallað um afskriftareikninga og skýrslur o.s.frv. í lögum um ríkisábyrgðir sem ég býst við að fjárlaganefnd fái í hendurnar til að geta séð hvernig áhætta og afskriftaþörf Ríkisábyrgðasjóðs vegna ÍL-sjóðs og Íbúðalánasjóðs hefur verið endurmetin áður. En ég vil bara hafa það alveg á hreinu að ég er að spyrja þessarar spurningar um 75% ríkisábyrgðina gagnvart þeirri lántöku sem ríkisábyrgð var veitt fyrir. Er ábyrgðin takmörkuð við 75% eða ekki?