153. löggjafarþing — 24. fundur,  27. okt. 2022.

ríkisábyrgð vegna ÍL-sjóðs.

[10:41]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Hæstv. forsætisráðherra leggur áherslu á að það sé þingið í rauninni sem hafi forræði í þessu máli. Ég lít þá þannig á að hún gefi sér það að þetta hafi verið ótímabærar yfirlýsingar hjá hæstv. fjármálaráðherra enda hafa þær haft neikvæð áhrif á markaði.

Mig langar að spyrja í framhaldi af þessu tveggja spurninga. Í fyrsta lagi: Hvaða merking hefur ríkisábyrgð héðan í frá í augum hæstv. forsætisráðherra ef svona verður gert við ríkisskuldabréf, að skilmálum verði breytt eftir á? Og í öðru lagi, svo að ég vitni í ræðu hv. þm. Jóhanns Páls Jóhannssonar frá því í gær: Finnst hæstv. forsætisráðherra það sanngjarnt að ellilífeyrisþegar þurfi að borga fyrir ævintýri óreiðustjórnmálamanna?