Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.

[14:47]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langar bara að taka undir það sem hér hefur verið sagt. Mér finnst það til háborinnar skammar að það hafi ekki verið gefið frí hér á meðan, það sýnir hversu karllægt okkar Alþingi er enn þá, þó svo að nær helmingur þingmanna séu konur. Ég held að það sé einfaldlega kominn tími til að konurnar og við mennirnir sem stöndum með göngum bara út og sjáum hvort það þurfi ekki að fresta þingfundi þegar enginn mætir. Það virkaði 1975 og ég man eftir því.