Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

fullgilding og lögfesting valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

49. mál
[17:29]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Rétt örstutt: Ég tek undir með hv. þingmanni. Kjarninn í því sem við höfum verið að ræða í þessum andsvörum er að það er ekki hægt að skilyrða mannréttindi við fjárveitingar, það þarf bara að uppfylla mannréttindi. Með því að lögfesta samninginn verður sú skylda enn skýrari. Þá verður enn erfiðara að draga lappirnar sem er væntanlega ástæðan fyrir því að lögfestingin hefur beðið jafn lengi og raun ber vitni.