Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

163. mál
[17:24]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, ég held nefnilega og hef heyrt af því að á hausti, á þessum tíma, séu einmitt kjöraðstæður til þess, af því að þetta snýst um rakastig og birtu og annað slíkt. Ég veit líka að íslenskir garðyrkjubændur eru komnir mjög langt í því að þróa árstíðirnar og allt það fyrir sveppina og eru komnir langt í þeirri framleiðslu. Eins og ég kom inn á áðan er margt hentugt á Íslandi og ekki bara hvað rannsóknirnar varðar heldur erum við líka með mjög mikið land og mikla þekkingu í ræktun. Hvort sem við erum að tala um hamp, sveppi eða annað slíkt þá held ég að íslenskir bændur geti hjálpað okkur mikið í þessum efnum.