Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

163. mál
[17:32]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Skilyrðin til að rækta sveppina skipta ekki öllu máli. Ég held að þau skilyrði yrðu alltaf búin til innan húss ef farið yrði í þessa framleiðslu, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Það sem er gott við Ísland, hvað varðar rannsóknir á þessu, er það hve fá og smá við erum, hve boðleiðir eru stuttar og hve stutt er á milli rannsóknaraðila og þeirra sem framkvæma rannsóknirnar. Ég held að mengið sem Ísland er sem rannsóknastofa sé mjög hagkvæmt og lyfjafyrirtæki hafa leitað hingað, t.d. varðandi lyf til að lækna lifrarbólgu o.fl.; þar var hægt að rannsaka heila þjóð og það eru slík skilyrði sem eru góð hér.

En jú, varsla þessa efnis er ólögleg en ekki neysla þess og þetta er sjálfsprottin þekking. En ég veit til þess að heilbrigðisstarfsmenn og geðlæknar eru að mæla með þessu og hafa að einhverju leyti aðstoðað við þetta, held ég.