Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

163. mál
[17:38]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar. Á meðan rannsóknin stendur yfir miðast framkvæmdin við að hafa sem stærst þýði og það eru hundruð manna sem taka þátt í rannsókninni í hverju landi. Það gæti orðið mjög stórt hlutfall hér á landi þannig að ansi margir gætu fengið þjónustu á rannsóknartímanum af því að þriðja fasa rannsóknir eru að fara í gang. Margir stórir og virtir háskólar úti í heimi eru búnir að setja heilu deildirnar sínar í þetta og mikið fjármagn þannig að við erum komin vel á veg, við búum að því. Þetta hefur verið í gangi lengi þannig að ég held að við gætum óvenjusnemma séð árangur af því að styrkja umgjörðina í þessum rannsóknum og ég held að við eigum að grípa það tækifæri.