Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:15]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. Ég er sammála því að við hljótum að skoða þetta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, skárra væri það nú. Það breytir hins vegar ekki niðurstöðunni. Þessari niðurstöðu verður ekki hnikað og þessu komumst við ekki hjá, þ.e. að upplýsingagjöf til þingsins var ekki góð. Þingið gat með öðrum orðum ekki byggt umsagnir sínar og niðurstöðu og athugun — og svo ég vitni í orð ríkisendurskoðanda frá því á fundinum í gær gat það fyrir vikið ekki spurt nægjanlega gagnrýnna spurninga um ferlið allt.

Mig langar að spyrja hv. þingmann um athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á málinu í framhaldinu: Finnst hv. þingmanni líklegt að eitthvað þar geti í einhverju hnikað til þessum alvarlegu athugasemdum sem Ríkisendurskoðun er að gera? Liggja þær ekki eftir sem áður á borðinu sem algjör áfellisdómur yfir þessu ferli sem einhver hlýtur jú a.m.k. að bera pólitíska ábyrgð á?