Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er gott að nefna að það voru starfsmenn Bankasýslunnar eða forstöðumenn Bankasýslunnar sem tóku þá ákvörðun að fara út í ferli sem þeir höfðu enga kunnáttu til að framkvæma. Það er það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það er því tvöföld vanhæfni þar, að velja einmitt það sem þeir bara kunna ekkert á. En í lögum um sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum kemur fram að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða því hafnað. Það er augljós tenging þar við lög um ráðherraábyrgð þar sem hver ráðherra ber ábyrgð á stjórnarerindum þeim sem eru gefin út í hans nafni. Ráðherra er ekki ábyrgur þegar í raun er verið að ljúga að honum, þegar hann fær léleg gögn, að sjálfsögðu ekki. En þegar ráðherra vanrækir líka skyldur, eftirlitsskyldur sínar sem er fjallað um í skýrslunni, þá ber hann ábyrgð. Ráðherra er ábyrgur ef hann vanrækir eftirlitshlutverk sitt. Það er rosalega skýrt varðandi öll þau lög sem við glímum við. (Forseti hringir.) Eins og hefur komið fram hérna þá vantar umfjöllun um hæfni ráðherra. Hvað segir hv. þingmaður við því?