Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

442. mál
[15:34]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að ég sé hingað komin ekki beint til að svara andsvari, meira kannski til að samsinna andsvari. Ég tek auðvitað hjartanlega undir orð hv. þm. Jakobs Frímanns Magnússonar. Það er alveg eftirminnilegt hvernig þáverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Illugi Gunnarsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir, með aðkomu fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, stigu mjög afgerandi inn í þetta mál fyrst í heiminum og kláruðu það, eins og hv. þingmaður fór hér yfir svo snaggaralega. Síðan hefur leiðin bara batnað og núna síðast með þessu ágæta frumvarpi hæstv. ráðherra. Ég bara þakka fyrir fyrir hönd þeirra, ef ég leyfi mér það.