Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:05]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Af þessu tilefni vill forseti geta þess að málið sem hv. þingmaður vísar til er til meðferðar í forsætisnefnd. Það er rétt sem kom fram í máli hv. þingmanns að skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol barst þinginu vorið 2020 og var til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á því tímabili. Þar er um að ræða hið lögformlega ferli. Það sem vísað er til og það sem deilt hefur verið um er aðgangur að greinargerð setts ríkisendurskoðanda frá 2018 sem álitamál er hvort þurfi að gera opinbert eða ekki. Eins og forseti getur um þá er það mál til meðferðar á vettvangi forsætisnefndar.