Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:09]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég vil bara nýta tækifærið hér og koma upp og hvetja hæstv. forseta til að klára þessa vinnu sem hefur verið í gangi ansi lengi í forsætisnefnd. Ég held að öll sjónarmið séu komin fram fyrir löngu síðan og ekkert því til fyrirstöðu að annaðhvort klára málið með því að birta skýrslu setts ríkisendurskoðanda, sem tekin var ákvörðun um í apríl síðastliðnum, eða koma fram með rökstuðning sem undirbyggir aðra ákvörðun. En enn sem komið er þá veit ég ekki til að málið hafi unnist að þeim stað að neitt slíkt sé væntanlegt. Ég hvet hæstv. forseta til að klára þetta mál í forsætisnefnd og klára þá ákvörðun sem var tekin í forsætisnefnd í apríl síðastliðnum og birta skýrslu setts ríkisendurskoðanda.