Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla.

27. mál
[16:28]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F) (andsvar):

Þetta frumvarp er áhugavert og ég styð það. Það er þó ein setning í frumvarpinu sem vakti athygli mína. Hún er í 1. gr. og þar segir, með leyfi forseta:

„Sé ákveðið að grafa duftker skal dýpt duftkersgrafar vera um 1 metri.“

Verði þetta frumvarp að lögum verður þá hægt að grafa kerin dýpra? Jarðlög eru líka misjöfn og þó að kerin séu grafin niður um 1 metra geta þau sokkið. Ég vildi vekja athygli hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur á þessu og spyrja hana hvort möguleiki sé á orðalagsbreytingu eða öðru, hvort kannski ætti að tala um „a.m.k. 1 metra“ eða eitthvað í þá áttina.