Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2022.

lögfræðiálit lífeyrissjóðanna um ÍL-sjóð.

[11:17]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Í framhaldi af orðum Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur þá verð ég að taka undir furðu hennar á því að Alþingi geti ekki fengið sitt eigið lögfræðiálit á jafn risastóru álitaefni og málflutningur fjármálaráðherra varðandi slit ÍL-sjóðs felur í sér. Þetta eru svona dreggjarnar af fyrirhrunsárunum, það er verið að sópa undir teppið efnahagsmistökum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Og hver borgar? Jú, lífeyrisþegar, almenningur, fólk sem stólar á fjárfestingar lífeyrissjóðanna sinna til framfærslu. Þetta er fólkið sem ríkisstjórnin virðist ætla að senda reikninginn fyrir mistök fortíðar. Nú er náttúrlega spurning, hafandi séð þetta lögfræðiálit lífeyrissjóðanna, hvort ráðherrann sé maður að meiri og viðurkenni (Forseti hringir.) að honum hafi orðið á, hann muni ekki koma með þetta frumvarp. (Forseti hringir.) Þá þurfum við ekkert að rífast um það hvort þingið fái lögfræðiálit eða ekki. (Forseti hringir.) Gæti forseti kallaði eftir slíkri yfirlýsingu ráðherra í þessu máli?