153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[15:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það kom vel fram í ræðu hv. þingmanns að um tilfærslu er að ræða en ekki hækkun á veiðigjöldum eins og hefur komið fram í einhverjum fréttatilkynningum. Það er ekki sannleikanum samkvæmt. Þá klóra ég mér pínulítið í hausnum og velti fyrir mér hvort verið sé að taka ákveðið lán af framtíðarveiðigjöldum fyrir næsta ár, að það sé verið að draga framtíðartekjur veiðigjalda inn á næsta ár sem eins konar lán. Er það réttur skilningur? Væri ekki hægt að túlka málið á þann hátt? Og ef svo er hvernig kemur það við viðkomandi lánveitendur sem annars eru þá að greiða lægri veiðigjöld á árunum þar á eftir? Hvernig tryggingu eru þau með fyrir því að það nái til þeirra ára hjá þeim?