153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[15:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við vitum ekki hver niðurstaðan verður í stóra samráðinu. Ég tel að fólk sé almennt skynsamt og þegar við erum að horfa á þessa tilteknu ákvörðun, þ.e. þessa fimm ára ákvörðun sem hér var tekin, þá held ég að þegar horft verður yfir sviðið verði hún tekin inn í myndina eins og hvað annað, þegar við munum leggja til breytingar á því hvernig við ætlum okkur að reikna veiðigjöldin, hvernig við ætlum að breyta kerfinu. Ég get ekki sagt fyrir um það hvaða áhrif það muni hafa af því að við erum ekki komin með það fyrirkomulag í hendurnar. Væntanlega er hægt að breyta þessari ákvörðun einni og sér eins og öllu öðru en fyrirsjáanleikinn átti að veraþannig að hægt væri að gera þetta með þessum hætti.

Ég er ánægð með að fjárfestingarnar hafi þó orðið það miklar að þetta sé það sem við stöndum frammi fyrir að þurfa að laga, þetta átti ekki að verða svona. Ég held því að þetta sé eitthvað sem við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af.