153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[15:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt, eins og hér hefur komið fram, og ég tel að ég hafi verið skýr í minni framsögu í þessu máli, að það er í raun fyrst og fremst verið að færa þetta til í tíma. Það er talið heppilegra að þetta sé ekki svona sveiflukennt eins og getur orðið, eins og við þekkjum líka almennt í uppsjávarveiðum. Ég vona því líka að fólk vandi sig í umræðunni. Annað er ekki mín ætlan en að fara hér rétt með staðreyndir og ég get alveg ítrekað það enn og aftur að þetta er tilfærsla. Þetta er ekki aukning nema að það er aukin innkoma á næsta ári sem ekki hefði orðið en hefði orðið síðar í ferlinu.