153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[15:27]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta atvinnuvn. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er náttúrlega á sömu bylgjulengd og hv. þm. Sigmar Guðmundsson. Ég kom hérna upp í síðustu viku undir framsögu ráðherra fyrir þessu ágæta frumvarpi og benti á það ítrekað að það væri ekki verið að hækka veiðigjöldin. Ég fæ aldrei nóg af því að spyrja um það bara beint út: Er verið að hækka veiðigjöldin, hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir? Ég hef lesið bæði í Kjarnanum og á mbl.is og víðar um 36% hækkun veiðigjalda á næsta ári. Þetta er alveg ótrúlegur uppsláttur á fyrirsögnum og popúlismi af þeirri alsvörtustu sort sem maður hefur séð og spurningin er því aftur: Er verið að hækka veiðigjöldin á næsta ári?