153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[21:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í þessum fjáraukalögum þá birtist eitt einkenni hagstjórnarinnar á undanförnum árum í gríðarlega háum vaxtagreiðslum, auknum vaxtakostnaði. Það er eitt aðaleinkenni þess hvernig hefur verið farið hérna að, sérstaklega í húsnæðismálum. Á undanförnum tíu árum hefur verið uppsöfnuð verðbólga upp á um 40%, hún hefði verið einungis um 25% ef húsnæðisþróunin hefði verið svipuð og aðrir liðir verðbólgunnar. Það þýðir ársverðbólgu um 2,3% en ekki 40% í heildina eins og við sjáum núna. Vaxtakostnaðurinn sem er aukalega í þessum fjáraukalögum er einmitt afleiðing þess að uppbyggingu á húsnæði hefur ekki verið sinnt, því hefur ekki verið sinnt að klára það sem hefur verið beðið um aftur og aftur mörg undanfarin ár, einfaldri uppbyggingu á húsnæðismarkaði. (Forseti hringir.) Við sjáum það í fjárlögunum, það er ekki verið að klára þau framlög sem búið var að lofa og upphæðirnar þar líta ekki vel út.