Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

farþegaflutningar og farmflutningar á landi.

279. mál
[20:16]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Ingibjörg Isaksen) (F) (andsvar):

Forseti. Ég þakka enn og aftur hv. þingmanni fyrir hans andsvar. Í þessu frumvarpi er verið að leggja til breytingar til einföldunar regluverks varðandi leyfisveitingar. Það er ekki verið að opna neinn möguleika sem er ekki fyrir nú þegar. Í stað þess að þurfa að sækja um þrjú leyfi er verið að einfalda ferlið og þú sækir einungis um eitt almennt rekstrarleyfi sem er þá veitt til þessara flutninga, farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni með bifreiðum sem eru skráðar fyrir níu farþega, líkt og hv. þingmaður benti á, og farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni með sérútbúnum bifreiðum. Líkt og gert er núna þarf að sækja um leyfi fyrir þetta allt, en í stað þess að þú þurfir að sækja þrisvar um leyfið þá sækir þú um eitt leyfi varðandi allt þetta. Það er það sem þessar breytingar kveða á um.