Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:58]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Forseti. Það er ekkert gert, það er ekkert gert, það er ekkert gert. Það er kyrrstaða. (BLG: Já.)Það er það sem ég gat um áðan í ræðu minni. Það sem er svo vont fyrir íslenskt samfélag er þessi samsetta ríkisstjórn sem býður ekki upp á neitt annað en kyrrstöðu. Það er hvergi neitt tilbrigði við stef þegar kemur að umbótum, við það að stokka upp í kerfum, við það að laga fjárlagahallann með einhverjum skynsömum hætti.

Ég tek alveg undir með hv. þingmanni að auðvitað er alltaf heppilegast að við reynum að vaxa út úr vandanum. Það er bara ekki hægt núna. Við erum ekki að nota efnahagsbatann í það að lækka skuldir. Það eru engin skýr merki um það. Það sem stendur eftir enn og aftur er þessi litla sýn á framtíðina sem við fáum í gegnum þetta fjárlagafrumvarp. Þetta eru frekar einhverjir plástrar og varla það. Þetta eru allt saman hriplekt.