Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:36]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og fyrir að koma inn á eignasölu ríkisins, sem ég tel að sé gríðarlega mikilvægt atriði. Ríkið á að kappkosta að draga úr áhættunni við að eiga svona mikið undir, t.d. eign í fjármálastofnunum. Og eins og Íslandsbanka er stillt upp hér þá hefur það ekki bein áhrif á frumjöfnuðinn hérna og því tel ég þetta sett fram með ábyrgum hætti. En ég tel samt sem áður gríðarlega mikilvægt að við náum að halda áfram með sölu Íslandsbanka sem og sölu á öðrum eignum hins opinbera.