Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:44]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er leiðinlegt að við höfum bara eina mínútu hér hvort. En ég vil segja að það sem er að gerast núna í samfélaginu er það að skipulagðir brotahópar og þeir sem eru með félagsleg vandamál úr æsku og annað slíkt eru að sameinist þannig að lögreglan þarf að geta tekist á við skipulagða brotastarfsemi, sem nýtir sér kannski fólk sem er veikt fyrir inn í þetta og við þurfum að takast á við það. Og já, ég tek undir stefnu landsfundar míns eigin flokks, að sjálfsögðu, um það að við eigum að mæta fólkinu í gegnum heilbrigðiskerfið og hjálpa því með fjölbreyttum úrræðum en ekki að reyna að ná tökum á þessu öllu saman í gegnum réttarvörslukerfið. En þessi kerfi þurfa að tala saman og við þurfum að vera undirbúin á báðum stöðum til þess að gera þar frekari breytingar en nú hafa verið gerðar.