Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:52]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni fyrir svarið. Þá hlýtur hann líka að vera innilega sammála mér um að taka á öðrum biðlistum. Biðlistum varðandi ADHD, biðlistum fullorðinna og barna, á meðan við látum börnin okkar, þau sem þjást af ADHD, lesblindu eða öðru, flosna upp úr skólum. Hverjar eru afleiðingarnar? Við erum með fullorðið fólk, við erum með afleiðingar sem valda því að við erum með stóran hóp inni í örorkukerfinu, inni í félagsbótakerfinu í tómu rugli í þjóðfélaginu okkar bara vegna þess að við látum biðlista myndast. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef einhvern tímann reiknað út að fyrir hverja krónu sem er sett inn í þessa biðlista, til útrýma þessum biðlistum, koma örugglega 10 kr. að lágmarki til baka. Þannig að þetta er hagkvæmt, þetta að borgar sig. Og ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum sér ríkissjóður ekki til þess að útrýma biðlistum þannig að þeir sem verst hafa það líði vel og þjóðfélagið virki fyrir alla?