Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[22:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Já, ég er alveg sammála hv. þingmanni þarna, það eru þó nokkrar brotalamir í framkvæmd á undanförnum árum, og bara mjög nýlega, sem koma til með að kosta okkur fjármuni núna næstu 20 árin, t.d. vegna ÍL-sjóðs og lengur náttúrlega út af réttindum fatlaðra, sem er alveg sjálfsögð þjónusta. Bara það tvennt eru 25 milljarðar á ári næstu 20 árin. Og svo ætti að vera búið að klára að gera upp ÍL-sjóð. Þetta er enginn smáræðiskostnaður. Það að tekjurnar vegna sölu á Íslandsbanka komi ekki inn á næsta ári — ég meina, þessi ríkisstjórn, þessi ráðherra sem klúðraði þessu svona rosalega, að selja til til föður síns, að hann eigi einhvern veginn að fá að semja reglurnar um það hvernig hann ætlar að halda áfram að selja Íslandsbanka er bara stjarnfræðilega — ekki í boði. Og kostnaðurinn sem við lendum í út af þessu, aukaálögur vegna þess að tekjurnar koma ekki inn. Þetta verður bara vesen.