Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:42]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langaði bara til að spyrja virðulegan forseta hvort það væri búið að ákveða hvenær þingfundi lýkur. Það er næstum því klukkutími síðan að spurt var síðast. Forseti ætti að hafa getað klórað sér aðeins í hausnum og komist að því hvenær hann ætlar að ljúka þingfundi. Þetta er farið að verða kunnuglegt þema, hvernig meiri hluti hagar stundum dagskrárstjórn. Það verður einhvern tímann, við ætlum bara að halda því leyndu. Bara forseti veit það, enginn annar fær að vita það, ekki allir hinir sem eru að vinna hérna, þeir fá ekki að vita hvenær ég ætla að enda þingfund. Það er rosalega skrýtin framkoma við aðra í rauninni að segja: Ég ætla að hafa þingfund eitthvað fram eftir nóttu, þið fáið að vita það þegar ég hringi bjöllunni og segi fundi slitið. Það er ekki kurteisi, ef ég horfi á það þannig á léttvægan hátt.