Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:47]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að taka undir það sem hér hefur komið fram og óska eftir því að forseti komi og svari þessari spurningu. Sjálf á ég eftir að flytja mína fyrstu ræðu í þessu máli. Ef það er einhver von til þess að ég geti fengið að gera það á morgun í dagsbirtu meðan þjóðin er að fylgjast með og aðrir þá væri gott að vita það núna. Þá getum við kannski bara fljótlega farið heim og hvílt okkur og komið aftur endurnærð á morgun. Ég held að það færi mjög vel á því ef forseti gæti sagt okkur hversu lengi við ætlum að halda þessari umræðu gangandi.