Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[01:43]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vildi samt hrósa þingmönnum stjórnarmeirihlutans fyrir þátttöku í umræðunni hingað til, eða til tíu í kvöld eða eitthvað svoleiðis. Þá var klukkan greinilega orðin of margt fyrir stjórnarmeirihlutann nema kannski þingflokksformenn eða staðgengla þeirra í stjórnarliðinu. Allir aðrir eru bara farnir heim. Það er merkilegt ef maður pælir í því að þar voru þó nokkrir eftir á mælendaskrá og sérstaklega fólk sem átti eftir að halda sína fyrstu ræðu, fólk sem tók sig af mælendaskrá sem átti eftir að halda sína fyrstu ræðu. Núna eru tvær 40 mínútna ræður eftir miðað við þá sem eru á mælendaskrá. Þá verður klukkan orðin rúmlega þrjú þegar þær ræður eru búnar. Og eins og ég sagði áðan, ef það er einhver þvermóðska í forseta (Forseti hringir.) að segjast bara ætla að klára — sem er ákveðinn tuddaskapur — þá tek ég þeirri áskorun.