Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[02:32]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Eins og hv. þm. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sagði þá er klukkan hálfþrjú og við erum enn þá hér að ræða fjárlögin. Það er enn þá ein ræða eftir sem er 40 mínútur. Það er enn þá önnur ræða eftir sem er 20 mínútur og guð veit hvað umræðan mun svo dragast mikið á langinn. En málið er — ég veit að það eru stjórnarliðar í húsi. Ég sé þau labbandi um á ganginum og svo er náttúrlega líka viðveruskrá þarna frammi. Þess vegna spyr ég bara: Hvers vegna eru hv. stjórnarþingmenn ekki að taka þátt í þessum umræðum með okkur? Hér er meira að segja meðlimur fjárlaganefndar í húsi, veit ég og hef séð, og ég vænti þess bara að okkur verði sýndi sama virðing og þeim var sýnd hér fyrr í dag sem náðu að taka þátt í þessari umræðu í dagsbirtu.