Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[02:34]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér komum við upp enn og aftur að kvarta yfir fundarstjórn forseta, forseta sem sýnir okkur ekki einu sinni þá virðingu að mæta hér í salinn og svara okkur. Það er svo sannarlega ekki góður bragur á því. Og hann er ekki einn um það að þora ekki að koma hingað og svara okkur eða tala við okkur. Það sama gildir um þá stjórnarþingmenn sem eru á vappi hér frammi á göngunum, sem sitja inni í kaffistofu, sitja inni í þingflokksherbergjum en þora ekki að koma hingað inn til að taka þátt í umræðunum. Ég er rétt að byrja með mína ræðu. Ég er á málefnasviði 2 af 34. (Forseti hringir.) Ég sé fram á það að vera hér til morguns ef fundarstjórn breytist ekki.