Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[02:39]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Já, það virðist ekkert hlustað. Kannski eru stjórnarliðar og forseti Alþingis bara sofnuð. En mér líst ágætlega á hugmynd Helga Hjörvars, fyrrverandi hv. þingmanns, að við notum nóttina sem generalprufu og flytjum þetta bara aftur í dagsbirtu. Það er bara ágætishugmynd vegna þess að ég vil fá umræður. Ég er með málefnalega punkta um það sem stendur í fjárlagafrumvarpinu. Ég vil fá umræður um það. Ég vil fá svörin frá kjósendum sem segja: Þarna fórstu með vitleysu og þarna ekki. Það gerist ekki þegar það er mið nótt. Ég skora enn og aftur á stjórnarliða og forseta Alþingis að vakna og koma hér og svara okkur.