Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:32]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég ætla aðeins að deila reynslu minni af þessum árstíma. Ég hef aldrei orðið var við það að neinu seinki í störfum þingsins þegar forseti er með einhvern svona mótþróa og vill ekki semja um hvernig á að haga umræðu eða þinglokum eða neitt svoleiðis. Þegar allt kemur til alls er samið að lokum óháð því hversu mikið var talað á undan. Ég fatta eiginlega ekki af hverju forseti er að vesenast með þetta. Þetta er ekkert nema mótþrói hjá honum og ég er alveg hjartanlega til í að taka þátt í að upplýsa um svoleiðis vinnubrögð. Mér finnst það rosalega gaman. Ég held bara áfram að benda á það að þetta er gjörsamlega tilgangslaus fundarstjórn hjá forseta. Þetta breytir nákvæmlega engu um það hvernig málin fara hérna þegar allt kemur til alls. (Forseti hringir.) Það væri ágætt ef forseti myndi bara mæta hérna og útskýra mál sitt.