Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:39]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Já, það er spurning hvenær forseti Alþingis eða stjórnarþingmenn ranka við sér, vakna og koma hingað upp og tala við okkur. Við munum fara í gegnum þetta frumvarp og snúa við hverjum steini til þess að benda á það sem betur má fara. Það er akkúrat okkar hlutverk sem þingmanna að hafa aðhald og eftirlit með framkvæmdarvaldinu, passa að meiri hlutinn sé ekki að misnota aðstöðu sína og til þess munum við nota það tækifæri sem við höfum hér til að ræða hvert einasta málefnasvið, hverja einustu tekjuhlið og allt annað sem hægt er að ræða um í þessu skemmtilega 500 blaðsíðna pappírsplaggi sem við höfum hér.