Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:34]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil vekja athygli forseta Alþingis á að klukkan er 25 mínútur í fimm, aðfaranótt fimmtudags. Hér erum við fjórir þingmenn enn þá að ræða fjárlögin í 2. umr. Ég veit ekki hvort mér finnist það í lagi að forseti Alþingis virði okkur ekki einu sinni það mikið að hann fresti umræðunni fram á morgun af því að það sést langar leiðir að þingmenn Pírata hafa gríðarmikinn áhuga á þessu og hafa mikla þekkingu á þessu sviði og við getum rætt þetta í þaula og við viljum ræða þetta í þaula. En kjarni málsins er sá að við viljum að það sé tekið þátt í þessum umræðum með okkur. Við viljum ekki bara að vera fjögur eða fimm hér að tala út í loftið. Við viljum að fólk heyri í okkur og taki þátt með okkur.