Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:38]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er ég í alvörunni, í fullri einlægni, mjög forvitin að vita: Hvar eru stjórnarliðarnir sem voru hér í húsi áðan? Hvar eru þau? Og af hverju eru þau ekki að taka þátt í þessum umræðum með okkur? Ég skil þetta ekki. Hér í húsi var hv. þm. Stefán Vagn Stefánsson, 1. þm. Norðvest. Svo sá ég líka hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur, 6. þm. Suðvest., bæði eru stjórnarþingmenn (Gripið fram í.) í fjárlaganefnd, forseti. Hvernig stendur á þessu? Hvar eru þau? Það eina sem við erum að biðja um er að fólk taki þátt og eigi málefnalega umræðu fyrst við gátum ekki tekið þátt fyrr í dag, mælendaskráin var svo löng. Fólk endaði síðan á því að taka sig af mælendaskrá.

Forseti. Í alvörunni?