Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:40]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að fá að vera ósammála kollegum mínum hérna, ég skil mætavel af hverju þeir þingmenn sem þó eru hér í húsi, hvað þá einhverjir aðrir, eru ekki að taka þátt í umræðunni. Klukkan er 25 mínútur í fimm að morgni. Við erum enn í miðjum klíðum við að gera grein fyrir okkar afstöðu til þessa fjárlagafrumvarps þannig að við munum halda áfram en þetta eru kannski ekki alveg eðlilegar aðstæður til að vera að ræða jafn mikilvægt mál og fjárlögin eru. Ég mun halda áfram að biðla til forseta um að leyfa okkur að halda þessari umræðu áfram á morgun, úthvíld, við eðlileg birtuskilyrði.