Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 46. fundur,  10. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:23]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tók eftir því að þingforseti, sem var hér í gær þegar ég hélt mína síðustu ræðu, hafði ekki tekið eftir því að ég bað um í lok ræðunnar að mér yrði bætt á mælendaskrá. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það klikkar að sitjandi forseti bæti mér ekki á mælendaskrá þegar ég bið um það í lok ræðunnar. Mig langaði bara að biðja þann forseta sem hér situr að ítreka það við kollega sína og þá kannski að bæta mér aftast á mælendaskrána þótt ég hefði kannski verið einhvers staðar í miðjunni ef hlustað hefði verið á hitt. En ég er alveg sáttur við að vera aftast. Þetta var bara það sem mig langar að nefna, frú forseti, og vil ekki tefja neitt meira hér.