Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 46. fundur,  10. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:47]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir andsvar sitt. Þetta var mjög merkileg frétt í Stundinni í gær, ég hef ekki lesið hana. Í dag er raforka til heimilanna seld með upprunavottorðinu. Íslensk raforka er seld til íslenskra heimila. (Gripið fram í.) Nei, það er inni í verðinu. Ef Landsvirkjun, raforkuframleiðandinn, ætlar að hækka verðið um tugi prósenta og segja: Heyrðu, við ætlum að taka upprunann af heimilunum, þá ber þeim að lækka verðið. Það er alveg augljóst mál. Ef þeir ætla að segja: Nei, þið fáið hérna raforku með kolum og kjarnorku, þá ber þeim skylda til að lækka verðið. Það er alveg kristaltært í mínum huga og annað gengur ekki.

En þetta sýnir hræsnina í kringum þetta, sem er algerlega með ólíkindum. Hollendingur eða Belgi kom og mótmælti fyrir utan forsætisráðuneytið. Hann var með lítið fyrirtæki sem framleiddi umhverfisvæna orku og var ósáttur við sölu upprunaábyrgða frá Íslandi vegna þess að hann var að keppa við þær. Hann gat ekki selt sína umhverfisvænu raforku til fyrirtækja á góðu verði svo hann gæti rekið sitt fyrirtæki vegna þess að upprunavottun frá Íslandi var að skemma rekstur hans. Það sýnir hvað er í gangi í Evrópu hvað þetta varðar. Þetta sýnir, og ég stend fast með því þótt ekki hafi reynt á það fyrir dómstólum, að upprunaábyrgðir standist ekki af því að varan fylgir ekki með. Þú verður að selja upprunaábyrgð með vörunni, hún verður að fylgja með inn á raforkukerfi ESB. Hún gerir það ekki og það væri illa tengdur dómari sem myndi dæma það löglegt. Ég svara seinni spurningu í síðara andsvari.