Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:51]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um mikilvæg framlög til safna, menningarstofnana og menningarverkefna. Ég vil sérstaklega fagna hér framlagi vegna húsa á Seyðisfirði sem urðu fyrir miklum skemmdum eða gjöreyðilögðust í hamförunum sem gengu þar yfir í desember 2020 meðan atkvæðagreiðsla við 2. umr. um fjárlög stóð yfir. Þessi hús hafa mörg mikið menningargildi. Eins eru þarna framlög til annarra mikilvægra verkefna, svo sem eins og Skaftfells á Seyðisfirði, Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði, Hrauns í Öxnadal og fleiri verkefna.