Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:05]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf):

Virðulegur forseti. Hv. þingheimur. Ég tek undir með samflokksmönnum mínum varðandi SÁÁ og nauðsyn þess að þau fái nógan pening til að reka sína starfsemi. Eins og fram hefur komið hérna tekur SÁÁ móti 2.200–2.300 manns árlega en fær borgað fyrir 1.600. Þetta er ekki nógu gott. Vandinn er stór og það veitir ekki af þessu.