Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:14]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er hluti af tillögunni þar sem lagt er til að fjárhæðir almannatrygginga hækki um 10% milli ára til að tryggja að kjör eldri borgara haldi í við launaþróun og verðlag. Kveðið er á um þetta í 69. gr. almannatryggingalaga sem segir að greiðslur almannatrygginga skuli taka árlegum breytingum til samræmis við launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag. Þessi grein hefur verið brotin ár eftir ár og er mikilvægt að Alþingi Íslendinga fari að virða þessa grein líkt og við erum að virða lög um Ríkisútvarpið.