Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um 375 millj. kr. til NPA. Enn einu sinni erum við að ýta á undan okkur heitri kartöflu. Við höfum ýtt þessu á undan okkur undanfarin ár, frá ári til árs. Núna ætlum við að hafa þetta tvö ár. Og hvað segir þarna? Jú, þeir ætla að bæta við 50 NPA-samningum. En er það rétt? Nei, af því að þeir ætla bara að setja 375 millj. kr. inn í kerfið. Þegar þessar 375 milljónir eru búnar þá eru það kannski bara 20 eða 30 sem eru búnir að fá þjónustu, við vitum það ekki. Það er ljótt að segja þetta. Það kom vel fram hjá NPA-miðstöðinni að ef við tækjum alla þessa 50 sem eru þarna núna og segðum, í stað þess að tala um allt að 50, að það séu 50 sem muni fá þennan samning værum við að taka mesta kúfinn af biðlistunum. Það vildi enginn hér inni vera í þeirri aðstöðu að vera nr. 51 á listanum, eða 41 á listanum, ó nei.