Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:23]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Herra forseti. Ég styð þetta mál og fagna því að það sé komið fram. En ég vil þó benda á að það sem á að gerast 2024 átti að gerast á þessu ári, tveimur árum seinna en það átti að gerast. Ég vil bara leyfa mér að lýsa því yfir hér að það er nú þegar komið vanmat á kostnaði við þessa 50 samninga sem ráðgert er að gera 2023 vegna þess að kostnaðurinn við samningana 2021 er hærri heldur en það sem er gert ráð fyrir í frumvarpi sem á að gilda fyrir 2023. Nú þegar er komið vanmat. Þá spyr maður: Verður staðið við fyrirheit um 50 samninga? Erum við ekki að sjá að það sé verið að svíkja þetta loforð strax á þessu ári? Jú, það var verið að ganga frá kjarasamningi í dag en það á eftir að ganga frá kjarasamningi við stóra hópa, m.a. Eflingu en þeir sem sinna þessari þjónustu eru flestir félagsmenn þar.