Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:43]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég hef ekki tekið mikið til máls í þessari atkvæðagreiðslu í dag en mig langar bara að minna þingheim á að við erum að greiða hér atkvæði um tillögu sem er bein afleiðing þess að halda fólki í fátækt. Hvers vegna er fólki haldið í fátækt á Íslandi? Það er vegna þess að við höfum búið til kerfi, svokölluð örorkulífeyriskerfi, sem eru sniðin þannig að þörfum þeirra sem hafa misst starfsgetu eða glíma við fötlun eða langvinna sjúkdóma að við höfum sætt okkur við það sem samfélag að það fólk sé á jaðrinum á meðan við hin erum í miðjunni. Þess vegna sættum við okkur við það hér, ár eftir ár við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, að takast á um matargjafir þegar við ættum í rauninni að takast á um kerfin sem við bjuggum til sem búa til fátækt.

Þingmaðurinn segir já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)