Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér eru 800 milljónir í viðbót við stuðningsframlögin sem gerir samtals 2,5 milljarða en hér er einnig gert ráð fyrir því að þeir 2 milljarðar sem eru ekki nýttir á þessu ári flytjist yfir á næsta sem gerir þá samtals 4,5 milljarða kr. í stuðningsframlögin með þessari tillögu. Það er algjört lágmark til að vinna upp á móti uppsafnaðri íbúðaþörf. Það sem meiri hlutinn er með í næstu breytingartillögu er ekki nóg þannig að ég legg til að fólk samþykki þessa.